Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð fyrir sér og sínum án aðstoðar.  Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára, og reglum um fjárhagsaðstoða sveitarfélaganna sem standa að SVÁ.

Skilyrði er að einstaklingar sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu séu í virkum samskiptum við ráðgjafa hjá velferðarþjónustu Árnesþings

Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð hvenær sem er mánaðarins en umsókn gildir að jafnaði í einn mánuð í senn og er eftirágreidd. Greitt er í lok hvers mánaðar eða síðasta lagi fyrsta virka dag næsta mánaðar.  Svo hægt sé tryggja að greiðsla berist um mánaðamót þarf umsókn að hafa borist fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað má nálgast HÉR

  • Fjárhagsaðstoð á að nýta til framfærslu, en ekki til greiðslu skulda eða fjárfestinga
  • Aðstoðin getur verið í formi styrks eða láns.
  • Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld
  • Aðstoðin er alltaf tímabundið úrræði

Get ég sótt um fjárhagsaðstoð?

Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Ert fjárráða einstaklingur, 18 ára eða eldri
  • Átt lögheimili í Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi
  • Tekjur og eignir þínar (og maka) eru undir ákveðnum viðmiðunarmörkum

Umsækjanda ber að kanna til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en sótt er um fjárhagsaðstoð,, þar með talið frá almannatryggingum (t.d. frá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, Fæðingarorlofssjóði), atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóði og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

 Umsækjandi þarf að tilkynna um breytingar á tekjum og fjölskylduaðstæðum en slíkar breytingar geta haft áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð sem er veitt á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er endurkræf. Heimildir eru til styrkja eða láns vegna sérstakra aðstæðna.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?

  • Staðfest skattframtal og staðgreiðsluyfirlit Ríkisskattstjóra frá umsækjanda og maka eða sambúðaraðila,
  • Stöðuyfirliti um innistæður í bönkum eða öðrum fjármálastofnunum.
  • Launa- og greiðsluseðlar síðustu tvo mánuði, svo sem launaseðlar, greiðsluáætlun frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) lífeyrissjóðsgreiðslur, atvinnuleysisbætur eða aðrar tekjur.

 

Öðrum gögnum gæti þurft að skila inn eftir því sem við á, svo sem:

Hvað geris næst?

  • Eftir að umsókn um fjárhagsaðstoð berst er athugað hvort þú uppfyllir skilyrði reglna. Umsókn er samþykkt eða synjað.
  • Ef umsókn er samþykkt færð þú greidda fjárhagsaðstoð um næstu mánaðarmót.
  • Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfýjun til fagnefndar skóla-og velferðarþjónustu (starfsmenn velferðarþjónustunnar geta aðstoðað þig við það).

Hversu há er upphæðin

  • Fjárhagsaðstoð getur verið allt að kr. 206.380 á mánuði til einstaklings.
  • Fjárhagsaðstoð getur verið allt að 330.208 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
  • 80% af grunnfjárhæð (165.104 kr) er greidd ef þú hefur kostnað af húsnæði án þinglýst leigusamnings.
  • 45% af grunnfjárhæð (92.871 kr) er greidd ef þú býrð hjá foreldrum, öðrum ættingjum/aðstandendum eða þú greiðir ekki af húsnæði.

 

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sbr. IV. kafla í reglum um fjárhagsaðstoð. Til að hægt sé að gera sér fyllilega grein fyrir fjárhagslegri stöðu umsækjanda er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um skuldir og föst útgjöld viðkomandi á mánuði (greiðsluþjónusta).  Aðstoðin er oft bundin við markvissa ráðgjöf og stuðning til umsækjanda þar sem gerður er samningur um félagslega ráðgjöf.