Félagsþjónusta

Félagsleg aðstoð

Markmið með félagslegri aðstoð er að koma einstaklingum og fjölskyldum til aðstoðar í tímabundnum erfiðleikum. Markmið aðstoðarinnar til lengri tíma er alltaf að viðkomandi verði sjálfbjarga. Beitt er félagslegri ráðgjöf og tiltækum félagslegum úrræðum.

Þegar um fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna er að ræða er aðstoð oft til lengri tíma og markmið með þeirri þjónustu er að fatlaðir njóti sömu tækifæra og lífsgæða eins og aðrir.

Markmið félagslegrar aðstoðar er að:

  • Auka lífsgæði og stuðla að því að íbúar á starfssvæði Árnesþings eigi kost á að lifa með reisn

  • Bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga, barna og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu með virðingu, samvinnu og samfellu í þjónustu að leiðarljósi.

  • Styðja við og efla samvinnu heimila og stofnanna sem veita velferðarþjónustu í Árnesþingi og stuðla að samvinnu fagfólks á svæðinu.

  • Stuðla að framþróun í velferðarþjónustu og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers málaflokks.