Stigskipting þjónustu

Stigskipting þjónustu

Þjónustu við börn er skipt í þrjú stig samkvæmt farsældarlögunum.

Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt. Tengiliðir vinna mál barna á fyrsta stigi.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.

Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru stigi.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl.

Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru og þriðja stigi.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.
Leitast skal við að veita sérhæfðari stuðning á grundvelli stuðningsáætlunar um samþætta þjónustu og eftirfylgd.

Þegar málum er vísað til 2. eða 3.stigs þjónustu getur tengiliður setið í stuðningsteymi ef það eru hagsmunir barns. Málstjóri stýrir stuðningsteymi.