Hvað er hægt að gera?

Stuðningsúrræði með samþykki foreldra

    Barnaverndarþjónusta skal eftir atvikum leiðbeina foreldrum varðandi uppeldi og aðbúnað barns, stuðla að því að úrræðum verði beitt í samvinnu við aðrar stofnanir, útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð, útvega barni eða fjölskyldu tilsjónaraðila, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu og aðstoða foreldra eða þungaða konu við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis- eða vímuefnavanda eða annara persónulegra vandamála.
    Barnaverndarþjónusta getur með samþykki foreldra og barns sem hefur náð 15 ára aldri tekið við forsjá eða umsjá barns og ráðstafað barni í fóstur, eða vistað barn utan heimilis á heimili eða stofnun eða leitað annarra úrræða.

Úrræði án samþykkis foreldra

Ef barnaverndarþjónusta metur það svo að úrræði hafi ekki skilað árangri eða að úrræði séu ófullnægjandi þá er hægt að vísa málinu til umdæmisráð sem úrskurðað í máli barns gegn vilja foreldra. Þannig er einnig hægt að kveða á um t.d. eftirlit með heimili, gefið fyrirmæli um aðbúnað, umönnun, dagvistun, skólasókn, læknisþjónustu, rannsókn, meðferð eða þjálfun barns. Einnig getur umdæmisráð úrskurðað að ekki sé megi fara með barn úr landi. Ef brýnir hagsmunir barns mæla með því getur umdæmisráð úrskurðað gegn vilja foreldra um að barn skuli vera kyrrt í allt að fjóra mánuði á þeim stað þar sem það dvelst. Einnig er hægt að úrskurða um um töku barns af heimili í allt að fjóra mánuði.