Fyrir fagfólk

Gagnlegar upplýsingar fyrir fagfólk. Þessi síða er í stöðugri þróun.

Fræðslutorg Barna- og fjölskyldustofu

Barna- og fjölskyldustofa stendur fyrir fræðslu á margskonar formi. Á fræðslutorginu er hægt að nálgast þá fræðslu sem boðið eru upp á á rafrænu formi s.s fræðslu um farsæld barna, kynferðisofbeldi og kynferðislega hegðun barna. Nánari upplýsingar má finna hér.

Stopp ofbeldi - fræðsla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreiti

Á vefnum Stopp ofbeldi! er að finna hugmyndir að fræðsluefni fyrir börn, foreldra og starfsfólk um kynbundið ofbeldi og áreiti. Listinn er settur saman út frá aldri barna en að sjálfsögðu getur margt af efninu hentað hinum ýmsu skólastigum. Það er flokkað í efni fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla. Bækur sem bent er á er bæði hægt að kaupa hjá bóksölum og fá þær að láni á bókasöfnum.

AHA skráning

Skráningarblöð fyrir AHA skráningu. AHA stendur fyrir aðdraganda, hegðun og afleiðingu. AHA skráning er gagnleg þegar þarf að kortleggja erfiða hegðun barns með tilliti til þess hvaða þættir geta ýtt undir eða haft áhrif á hegðun barnsins.

Sækja skjal

TEACCH - Skipulögð kennsla fyrir leik- og grunnskóla

Atriði sem þarf að hafa í huga við innleiðingu á skipulagðri kennslu/TEACCH.

Sækja skjal

Einstaklingsnámskrá vegna grunnskólanemanda

Eyðublað sem hægt er að nota við gerð einstaklingsnámskrár. Skjalið er í Word og hægt er að breyta því og skrifa beint inn í það.

Sækja skjal

Einstaklingsnámskrá vegna leikskólanemanda

Eyðublað sem hægt er að nota við gerð einstaklingsnámskrár. Skjalið er í Word og hægt er að breyta því og skrifa beint inn í það

Sækja skjal

Fundargerð á teymisfundi [Sniðmát]

Form til þess að skrifa fundargerð á teymisfundi. Skjalið er í Word og hægt er að breyta því og skrifa beint inn í það.

Sækja skjal