Húsnæðisstuðningur

Húsnæðisbætur

 Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur ætlaðar til þess að aðstoða fólk sem leigir íbúðarhúsnæði. Húsnæðið getur verið á almennum leigumarkaði, félagslegt leiguhúsnæði, á námsgörðum eða áfangaheimili. Húsnæðisbætur tóku við af eldra bótakerfi sem var kallað húsaleigubætur. Upphæð húsnæðisbóta fer eftir fjölda fólks á heimilinu, tekjum þess og eignum og leiguverði.

Þú þarft að sækja um húsnæðisbætur til Húsnæðis-og mannvirkjastofnun (hms.is), gerir það með því að smella HÉR

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð frá sveitarfélögum við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna greiðslu á húsaleigu umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.   

Á ég rétt á sérstökum húsnæðistuðningi?

 Til að eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga rétt á húsnæðisbótum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  • Vera orðinn 18 ára.
  • Eiga lögheimili í Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi eða Skeiða-og Gnúpverjaheppi
  • Vera í leiguhúsnæði í Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi eða Skeiða-og Gnúpverjaheppi nema um sé að ræða húsnæði fyrir 15-17 ára börn (námsmenn)
  • Vera með að lágmarki sex stig í matsviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning, þar af tvö stig fyrir félagslegar aðstæður.
  • Samanlagðar tekjur heimilisfólks séu undir efri tekjumörkum samkvæmt 5. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.
  • Samanlagðar eignir heimilisfólks á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.

Eru gerðar undanþágur frá skilyrðum?

Heimilt er að veita undanþágur um lögheimili og leiguhúsnæði vegna 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili.

Ef þú ert í virkri húsnæðisleit getur þú sótt um sérstakan húsnæðisstuðning þó að leigusamningur liggi ekki fyrir. Slíkar umsóknir gilda í þrjá mánuði frá samþykkisdegi. Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings hefst síðan þegar réttur til húsnæðisbóta hefur verið staðreyndur.

Reglur um niðurfellingu fasteignaskatta fyrir elli- og örorkuþega:

 Ef þú vilt kanna hvort þú eigir rétt á niðurfellingu fasteingaskatts eru reglur sveitarfélaganna hér fyrir neðan.  Hægt er að smella á sveitarfélagið og skoða reglurnar.  Ef þú telur að þú eigir rétt á niðurfellingu hefur þú samband við þitt lögheimilissveitarfélag.