Um okkur

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. 

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) er fagleg og samþætt þjónusta með velferð íbúa að leiðarljósi. 

Meginstarfsstöð þjónustunnar er staðsett í Heilsugæslunni, Laugarási en starfssvæðið er víðfeðmt og fara starfsmenn á milli starfsstöðva á þjónustusvæðinu í samræmi við verkefni hverju sinni. 

Skrifstofa er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 9.00 - 15.00 og föstudaga kl. 9.00 - 12.00.

Markmið SVÁ er að:

  • Vera leiðandi á landsvísu með framúrskarandi þjónustu sem mætir þörfum íbúa til bættra lífsgæða
  • Veita markvissa og faglega skóla- og velferðarþjónustu til þess að tryggja farsæld barna og fjölskyldna
  • Tryggja skilvirka og góða þjónustu með fjölbreyttum leiðum
  • Vinna markvisst forvarnarstarf sem stuðlar að vellíðan íbúa með ráðgjöf og stuðningi.
  • Vinna að þróun margbreytilegra úrræða með áherslu á snemmtæka íhlutun

Gildi SVÁ

Samvinna 
Virðing 
Áreiðanleiki

Haustið 2013 hófu sjö sveitarfélög samvinnu um sérfræðiþjónustu í skólum á svæðinu en það voru sveitarfélögin Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus.

Haustið 2022 var tekin ákvörðun um breytingu á byggðasamlaginu og gengu Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus út úr byggðasamlaginu. Frá og með 1. mars 2023 starfa fimm sveitarfélög saman að sameiginlegri skóla- og velferðarþjónustu fyrir svæðið. 

Heimasíður sveitarfélaganna:

Bláskógabyggð
Flóahreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Hrunamannahreppur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur