Persónulegur ráðgjafi

Persónulegur ráðgjafi

Persónulegur ráðgjafi veitir barni eða ungmenni persónulegan stuðning þar sem stuðst er við ákveðin markmið. Tilgangurinn er að styrkja barnið eða ungmennið félagslega, siðferðislega og tilfinningalega, svo sem í sambandi við menntun, tómstundir eða vinnu. Lögð er áhersla á virkni og samskipti.