Haustið 2013 var ákveðið að hefja samvinnu sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Velferðarþjónustan starfar á grundvelli eftirfarandi laga: laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, barnaverndarlaga nr. 80/2002 og viðeigandi reglugerða.
Skrifstofa velferðarþjónustu Árnesþings er í Laugarási.
Markmið velferðarþjónustu Árnesþings
Auka lífsgæði og stuðla að því að íbúar á starfssvæði Árnesþings eigi kost á að lifa með reisn.
Bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga, barna og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu með virðingu, samvinnu og samfellu í þjónustu að leiðarljósi.
Styðja við og efla samvinnu heimila og stofnanna sem veita velferðarþjónustu í Árnesþingi og stuðla að samvinnu fagfólks á svæðinu.
Stuðla að framþróun í velferðarþjónustu og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers málaflokks.