Talmeinafræðingar
Harpa Hrönn Gísladóttir
harpa@arnesthing.is
Talmeinafræðingur
Anna Stefanía Vignisdóttir
annastefania@arnesthing.is
Talmeinafræðingur
Anna Stefanía útskrifaðist vorið 2011 frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í grunnskólakennarafræðum, með áherslu á kennslu yngri barna. Haustið 2014 lauk hún MS prófi í talmeinafræði einnig frá Háskóla Íslands. Námskeið sem Anna Stefanía hefur lokið eru m.a. réttindi á notkun málþroskaprófanna TOLD-2P og TOLD-2I og EFI-2 skimun. Helstu verkefni Önnu Stefaníu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings eru að sinna hefðbundnum störfum talmeinafræðings s.s veita íhlutun, skipuleggja þjónustu, greina, veita ráðgjöf til foreldra og starfsfólks er varðar tal og mál barna.
Helstu verkefni talmeinafræðinga í skólaþjónustu Árnesþings:
Hlutverk talmeinafræðinga er fyrst og fremst að sinna greiningu og veita ráðgjöf til kennara, foreldra og annarra er koma að barninu.Talmeinafræðingar halda erindi og námskeið um ýmsa þætti er varða mál og lestur. Þeir sinna talþjálfun þeirra barna sem falla undir viðmið sveitafélaga inni í skólum, sé þess kostur. Ávallt er unnið í anda hugmyndafræðinnar um snemmtæka íhlutun þar sem reynt er að átta sig á vandanum eins fljótt og mögulegt er og strax gripið inn í þannig draga megi úr og jafnvel koma í veg fyrir að frekari vandi verði. Gott samstarf talmeinafræðings, kennara og foreldra er algjört lykilatriði til að nemendur nái árangri.