Hlutverk skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna. Sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, barnavernd og aðra faglega þjónustu til stofnana og félagasamtaka á svæðunum.

Forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er Ragnheiður Hergeirsdóttir, ragnheidur@arnesthing.is.

Hægt er að koma skilaboðum til barnaverndar á netfangið: barnavernd@arnesthing.is

Nefnd oddvita/sveitarstjóra, hér eftir nefnd NOS, er skipuð af sveitarfélögunum sem eru aðilar að samstarfssamningi um Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 18. desember 2013. Nefndin fer í umboði viðkomandi sveitarstjórna með yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar eins og nánar er kveðið á um í erindisbréfi.

Yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustunnar sem tekur til Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings og sameiginlegra starfsmanna skóla- og velferðarþjónustu á svæðinu, skal rekin sjálfstætt en á ábyrgð sveitarfélaganna með sama hætti og greinir í 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.

Nefndina skipa oddvitar/sveitarstjórar aðildarsveitarfélaga. Hver sveitarstjórn skal tilnefna einn fulltrúa í upphafi kjörtímabils og einn til vara. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna. Stjórnin velur sér formann og skipar með sér verkum að öðru leyti á fyrsta fundi sínum.

Nefndina skipa:

Formaður

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.
Varamaður:

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.
Varamaður: Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar.

Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps.
Varamaður: Ása Valdís Árnadóttir, oddviti.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Varamaður: Helgi Kjartansson, oddviti.

Björgvin Skapti Bjarnason, oddviti.
Varamaður:

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepp.
Varamaður: Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti.

Árni Eiríksson, oddviti í Flóahreppi.
Varamaður: Eydis Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri í Flóahreppi.

Byggðasamlag

Skóla-og velferðarþjónusta BS

Skólaþjónusta


Skólaþjónusta er annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.


Opna »

Velferðarþjónusta


Velferðarþjónusta er víðtæk og fjölbreytt þjónusta til stuðnings einstaklingum, börnum og fjölskyldum.


Opna »